Martin aftur með íslenska landsliðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 08:45 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu en hann klæddist íslenska landsliðsbúningnum í ágúst 2019. Vísir/Bára Íslenska körfuboltalandsliðið hefur endurheimt sinn besta leikmann. Martin Hermannsson er í landsliðshópnum sem hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira