Ósáttur við hvernig Vigdís persónugerði gagnrýnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2021 10:09 Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir störfuðu saman í borgarstjórn. Vísir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni. Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.
Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01