Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2021 14:44 Manuela Ósk Harðardóttir hefur haft betur í baráttunni við ákæruvaldið á öllum þremur dómstigum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess. Manuela hafði áður verið sýknuð bæði í héraðsdómi og Landsrétti. Manuela var ákærð fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hafði aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir dómarar við Hæstarétt sögðu sig frá málinu og vísuðu til vanhæfis. Fimm fyrrverandi dómarar við Hæstarétt voru því kallaðir til að dæma í málinu. Óumdeilt að lögheimili væri hjá Manuelu Í dómi Hæstaréttar kom fram að ótvírætt væri samkvæmt verknaðarlýsingu ákvæðisins og greinargerð með ákvæðinu að refsinæmi hinnar ólögmætu háttsemi, sem þar væri lýst, væri einskorðað við brot gegn foreldravaldi yfir barni. Óumdeilt var að Manuela og barnsfaðir hennar færu sameiginlega með forsjá sonar þeirra. Þá var talið að ekki væru efni til annars en að leggja hina opinberu skráningu sameiginlegrar forsjár Manuelu og hins barnsföður hennar til grundvallar í málinu. Í málinu lá jafnframt fyrir að börnin hefðu átt lögheimili hjá Manuelu eftir að upp úr slitnaði milli hennar og barnsfeðra. Vísað var til þess að samkvæmt barnalögum fæli forsjá barns í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Ríkari réttur foreldris með lögheimili Þá færi forsjárforeldri með lögformlegt fyrirsvar barns. Enda þótt kveðið væri á um í barnalögum að foreldrar sem færu saman með forsjá barns skyldu ávallt leitast við að hafa samráð áður en þeim málum sem í ákvæðinu greinir væri ráðið til lykta væri ljóst af ákvæðinu og lögskýringargögnum að það foreldri sem barn væri með lögheimili hjá hefði ríkari rétt til að taka ákvarðanir um málefni þess. Þá benti Hæstiréttur á að í barnalögum væri mælt svo fyrir að færu foreldrar með sameiginlega forsjá væri öðru þeirra óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins. Hins vegar væri þar um einkaréttarlegt úrræði að ræða til handa foreldri sem teldi á sér brotið með flutningi hins foreldrisins á barni þeirra milli landa. Með vísan til umfjöllunar um refsinæmi 193. gr. almennra hegningarlaga, inntaks sameiginlegrar forsjár og skýrleika refsiheimilda, var það niðurstaða dómsins að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um sýknu Manuelu Ósk. Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 10. júní 2021 15:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Manuela hafði áður verið sýknuð bæði í héraðsdómi og Landsrétti. Manuela var ákærð fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hafði aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir dómarar við Hæstarétt sögðu sig frá málinu og vísuðu til vanhæfis. Fimm fyrrverandi dómarar við Hæstarétt voru því kallaðir til að dæma í málinu. Óumdeilt að lögheimili væri hjá Manuelu Í dómi Hæstaréttar kom fram að ótvírætt væri samkvæmt verknaðarlýsingu ákvæðisins og greinargerð með ákvæðinu að refsinæmi hinnar ólögmætu háttsemi, sem þar væri lýst, væri einskorðað við brot gegn foreldravaldi yfir barni. Óumdeilt var að Manuela og barnsfaðir hennar færu sameiginlega með forsjá sonar þeirra. Þá var talið að ekki væru efni til annars en að leggja hina opinberu skráningu sameiginlegrar forsjár Manuelu og hins barnsföður hennar til grundvallar í málinu. Í málinu lá jafnframt fyrir að börnin hefðu átt lögheimili hjá Manuelu eftir að upp úr slitnaði milli hennar og barnsfeðra. Vísað var til þess að samkvæmt barnalögum fæli forsjá barns í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Ríkari réttur foreldris með lögheimili Þá færi forsjárforeldri með lögformlegt fyrirsvar barns. Enda þótt kveðið væri á um í barnalögum að foreldrar sem færu saman með forsjá barns skyldu ávallt leitast við að hafa samráð áður en þeim málum sem í ákvæðinu greinir væri ráðið til lykta væri ljóst af ákvæðinu og lögskýringargögnum að það foreldri sem barn væri með lögheimili hjá hefði ríkari rétt til að taka ákvarðanir um málefni þess. Þá benti Hæstiréttur á að í barnalögum væri mælt svo fyrir að færu foreldrar með sameiginlega forsjá væri öðru þeirra óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins. Hins vegar væri þar um einkaréttarlegt úrræði að ræða til handa foreldri sem teldi á sér brotið með flutningi hins foreldrisins á barni þeirra milli landa. Með vísan til umfjöllunar um refsinæmi 193. gr. almennra hegningarlaga, inntaks sameiginlegrar forsjár og skýrleika refsiheimilda, var það niðurstaða dómsins að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um sýknu Manuelu Ósk.
Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 10. júní 2021 15:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 10. júní 2021 15:53