Fótbolti

Óbólusettir Bæjarar mega ekki gista á sama hóteli og ferðast með samherjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serge Gnabry og Joshua Kimmich eru enn óbólusettir.
Serge Gnabry og Joshua Kimmich eru enn óbólusettir. getty/Roland Krivec

Hertar reglur vegna aukins fjölda kórónuveirusmita í Bæjaralandi þýða að takmarka þarf samgang óbólusettra leikmanna Bayern München við aðra leikmenn þýsku meistaranna.

Þrír leikmenn Bayern eru óbólusettir, þýsku landsliðsmennirnir Joshua Kimmich, Serge Gnabry og Jamal Musiala.

Vegna hertra sóttvarnareglna mega þeir ekki dvelja á sama hóteli og aðrir leikmenn Bayern og þurfa að ferðast í annarri rútu en þeir í leiki.

Bayern mætir Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæjarar þurftu að breyta plönum sínum fyrir leikinn í samræmi við nýju sóttvarnareglurnar.

Kórónuveirusmitum í Bæjaralandi hefur fjölgað mikið að undanförnu og álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist í samræmi við það. Því hafa stjórnvöld í Bæjaralandi gripið til hertari aðgerða og meðal annars meinað óbólusettum að sækja veitingastaði og dvelja á hótelum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×