Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:12 Fólk bíður eftir því að komast í bólusetningu á lestarstöð í Frankfurt. epa/Constantin Zinn Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. „Við erum nú á þeim stað, jafnvel þótt þetta verði að fréttamat, að við getum ekki útilokað neitt,“ sagði heilbrigðisráðherrann Jens Spahn á blaðamannafundi rétt í þessu. Fjármálamarkaðir tóku kipp niður á við strax í kjölfarið. Stjórnvöld í Austurríki hafa gripið til tíu daga útgöngubanns fyrir alla en í fyrstu náðu aðgerðirnar eingöngu til óbólusettra. Þau hyggjast nú skylda alla til að þiggja bólusetningu fyrir febrúar. 52.970 greindust með Covid-19 í Þýskalandi í gær og 201 létust. Alls hafa 98.739 látist af völdum kórónuveirunnar frá því að faraldurinn fór af stað. Angela Merkel kanslari sagði fyrr í vikunni að ástandið væri alvarlegt og að fjórða bylgjann hefði skollið á landinu af fullu afli. Lothar Wieler, yfirmaður þýsku sóttvarnastofnunarinnar, sagði „afar slæma jólahátíð“ framundan ef ekki yrði gripið til harðra aðgerða. Nýjar aðgerðir verða ræddar í þinginu í dag og þá greindi Spahn frá því að stjórnvöld ættu í viðræðum við Pfizer um nýtt lyf gegn Covid-19. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
„Við erum nú á þeim stað, jafnvel þótt þetta verði að fréttamat, að við getum ekki útilokað neitt,“ sagði heilbrigðisráðherrann Jens Spahn á blaðamannafundi rétt í þessu. Fjármálamarkaðir tóku kipp niður á við strax í kjölfarið. Stjórnvöld í Austurríki hafa gripið til tíu daga útgöngubanns fyrir alla en í fyrstu náðu aðgerðirnar eingöngu til óbólusettra. Þau hyggjast nú skylda alla til að þiggja bólusetningu fyrir febrúar. 52.970 greindust með Covid-19 í Þýskalandi í gær og 201 létust. Alls hafa 98.739 látist af völdum kórónuveirunnar frá því að faraldurinn fór af stað. Angela Merkel kanslari sagði fyrr í vikunni að ástandið væri alvarlegt og að fjórða bylgjann hefði skollið á landinu af fullu afli. Lothar Wieler, yfirmaður þýsku sóttvarnastofnunarinnar, sagði „afar slæma jólahátíð“ framundan ef ekki yrði gripið til harðra aðgerða. Nýjar aðgerðir verða ræddar í þinginu í dag og þá greindi Spahn frá því að stjórnvöld ættu í viðræðum við Pfizer um nýtt lyf gegn Covid-19.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41
Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12. nóvember 2021 07:59