Vitum við hvað er börnum fyrir bestu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2021 12:30 Dagur mannréttinda barna er í dag 20. nóvember. Deginum er fagnað um allan heim vegna þess að þennan dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en ekki síður vegna þess að árið 1959 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins sem voru formlega bindandi að þjóðarrétti. Þó að það séu rúmlega 30 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur þá ólst stór hluti núlifandi jarðarbúa upp í samfélagi þar sem enginn slíkur sáttmáli var til staðar. Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvað Barnasáttmálinn hafði í för með sér. Vissulega var hlúð að réttindum barna fyrir þennan tíma og hafa ber í huga að Barnasáttmálinn var í mótun í meira en hálfa öld. Til að hann yrði þó að veruleika þurftu að eiga sér stað miklar viðhorfsbreytinga í garð barna og hlutverks þeirra í samfélaginu. Að fara frá því almenna viðhorfi að líta á börn sem „litla fullorðna“ yfir í börn á þroskabraut með sín sjálfstæðu mannréttindi krafðist breyttrar hugsunar, viðhorfs, löggjafar og reglugerða. Eftir fyrri heimstyrjöldina bjó fjöldi barna við verulega bágbornar aðstæður. Breski barnaskólakennarinn Eglantyne Jebb varð vör við hversu illa börn komu út úr stríðinu og hóf baráttu fyrir réttindum barna til að alast upp við frið og öryggi. Hún stofnaði samtökin Save the Children og skrifaði stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu árið 1924 undir nafninu Genfarsáttmálinn. Um var að ræða viljayfirlýsingu sem var ekki lagalega bindandi en hafði þó mikla þýðingu því smám saman varð breyting á hugsanahætti gagnvart börnum. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1959 sem áður var minnst á var byggð á Genfarsáttmálanum en var bindandi að þjóðarrétti. Áframhaldandi samfélagslegar breytingar kölluðu á frekari umræður og vangaveltur um stöðu barna og réttindi þeirra og á alþjóðlegu ári barnsins árið 1979 var lagt til að vinna að sérstökum mannréttindasáttmála fyrir börn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og tíu árum síðar varð Barnasáttmálinn að veruleika. Við stöndum áfram frammi fyrir sífellt nýjum áskorunum í samfélaginu og samhliða því breyttu gildismati, áherslum, viðhorfum og venjum. Í takt við stöðugar breytingar er þó gríðarlega mikilvægt að velta reglulega fyrir sér hvernig við tryggjum sem best að velferð barna og ungmenna sé höfð í fyrirrúmi. Í 3. grein Barnasáttmálans kemur fram að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn og gildir þá einu hvort um hið opinbera er að ræða, einkaaðila, dómstóla, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir. Tryggja á börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og gera þarf allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafa og stjórnsýslu til að tryggja það. En hvað er börnunum í raun fyrir bestu? Börn alast upp við mismunandi aðstæður og menningarbakgrunnurinn er fjölbreyttur. Hin ýmsu gildi, trúarbrögð, venjur, hefðir, uppeldisaðferðir, fjárhagur og staðsetning eru meðal þátta sem geta haft áhrif á hvernig hlúð er að börnum og viðmiðin um hvernig það er gert geta verið ólík eftir því. Og einmitt vegna þess að gildismat okkar fullorðna fólksins er mismunandi er svo mikilvægt að tryggja öllum börnum ákveðin grundvallarmannréttindi óháð þeim aðstæðum sem þau búa við. Í Barnasáttmálanum er skýrt kveðið á um rétt til lífs og þroska, vernd gegn ofbeldi, bann við mismunun, þátttöku við ákvarðanatöku í málefnum er þau varða, heilsuvernd og aðgang að menntun. Þessir þættir þurfa ávallt að vera til staðar þó aðferðirnar og nálganir geti verið ólíkar og það er þess vegna svo mikilvægt að við höfum Barnasáttmálann til leiðsagnar. En þá þurfum við líka öll að þekkja til hans svo hann verði það leiðarljós sem honum er ætlað að vera. Árið 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna og var Barnaheillum – Save the Children á Íslandi falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í þingsályktunartillögu félags- og barnamálaráðherra vorið 2021 um Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að dagurinn skuli efldur frá og með árinu 2021. Vinna skuli að því að gera 20. nóvember hærra undir höfði og nýta daginn enn frekar við fræðslu og vitundarvakningu um réttindi barna. Auk mennta- og menningarmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins bera forsætisráðuneyti og félags- og barnamálaráðuneyti einnig ábyrgð á deginum og fer stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna með framkvæmd dagsins í samvinnu við Barnaheill. Að mati Barnaheilla þarf menntun barna í mannréttindum að vera samofin öllu skólastarfi og hafa samtökin frá árinu 2016 skorað á skólastjórnendur og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum að stuðla að fræðslu um Barnasáttmálann á þessum degi. Barnaheill leggja árlega fram tillögur að verkefnum sem hægt er að vinna með börnum og ungmennum í skólum landsins og að þessu sinni voru lagðar fram þrjár tillögur að ólíkum verkefnum sem hver og einn getur útfært og aðlagað að þeim aðstæðum sem eru í viðkomandi skólaumhverfi. Fyrsta verkefnið snýr að framtíðarsýn nemenda, annað að upplifun og lærdómi af Covid-19 og hið þriðja að framkvæmd nemendaþings í skólanum. Auk þessara tillagna að verkefnum hafa Barnaheill sett saman fjölmargar kennsluhugmyndir á vefsíðu samtakanna, barnaheill.is fyrir mismunandi aldursskeið og á vefsíðunni barnasattmali.is er mikill fróðleikur um Barnasáttmálann og fjölbreyttar kennsluhugmyndir og verkefni. Að sjálfsögðu eiga allir dagar ársins að vera dagar mannréttinda barna og iðka þarf þau mannréttindi í öllum athöfnum daglegs lífs, en ekki eingöngu á hátíðar- og tyllidögum. Það er þó mikilvægt að hafa einn dag í heiðri þar sem við erum minnt á mikilvægi þess að hlúa ávallt að því sem er börnum fyrir bestu og fá um leið tækifæri til að vega, meta og jafnvel endurskoða hvað þarf að gera til að tryggja að því markmiði sé náð. En umfram allt; hlustum á börnin sjálf því oftar en ekki vita þau betur en við fullorðnu hvað þeim er fyrir bestu. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag 20. nóvember. Deginum er fagnað um allan heim vegna þess að þennan dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en ekki síður vegna þess að árið 1959 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins sem voru formlega bindandi að þjóðarrétti. Þó að það séu rúmlega 30 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur þá ólst stór hluti núlifandi jarðarbúa upp í samfélagi þar sem enginn slíkur sáttmáli var til staðar. Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvað Barnasáttmálinn hafði í för með sér. Vissulega var hlúð að réttindum barna fyrir þennan tíma og hafa ber í huga að Barnasáttmálinn var í mótun í meira en hálfa öld. Til að hann yrði þó að veruleika þurftu að eiga sér stað miklar viðhorfsbreytinga í garð barna og hlutverks þeirra í samfélaginu. Að fara frá því almenna viðhorfi að líta á börn sem „litla fullorðna“ yfir í börn á þroskabraut með sín sjálfstæðu mannréttindi krafðist breyttrar hugsunar, viðhorfs, löggjafar og reglugerða. Eftir fyrri heimstyrjöldina bjó fjöldi barna við verulega bágbornar aðstæður. Breski barnaskólakennarinn Eglantyne Jebb varð vör við hversu illa börn komu út úr stríðinu og hóf baráttu fyrir réttindum barna til að alast upp við frið og öryggi. Hún stofnaði samtökin Save the Children og skrifaði stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu árið 1924 undir nafninu Genfarsáttmálinn. Um var að ræða viljayfirlýsingu sem var ekki lagalega bindandi en hafði þó mikla þýðingu því smám saman varð breyting á hugsanahætti gagnvart börnum. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1959 sem áður var minnst á var byggð á Genfarsáttmálanum en var bindandi að þjóðarrétti. Áframhaldandi samfélagslegar breytingar kölluðu á frekari umræður og vangaveltur um stöðu barna og réttindi þeirra og á alþjóðlegu ári barnsins árið 1979 var lagt til að vinna að sérstökum mannréttindasáttmála fyrir börn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og tíu árum síðar varð Barnasáttmálinn að veruleika. Við stöndum áfram frammi fyrir sífellt nýjum áskorunum í samfélaginu og samhliða því breyttu gildismati, áherslum, viðhorfum og venjum. Í takt við stöðugar breytingar er þó gríðarlega mikilvægt að velta reglulega fyrir sér hvernig við tryggjum sem best að velferð barna og ungmenna sé höfð í fyrirrúmi. Í 3. grein Barnasáttmálans kemur fram að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn og gildir þá einu hvort um hið opinbera er að ræða, einkaaðila, dómstóla, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir. Tryggja á börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og gera þarf allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafa og stjórnsýslu til að tryggja það. En hvað er börnunum í raun fyrir bestu? Börn alast upp við mismunandi aðstæður og menningarbakgrunnurinn er fjölbreyttur. Hin ýmsu gildi, trúarbrögð, venjur, hefðir, uppeldisaðferðir, fjárhagur og staðsetning eru meðal þátta sem geta haft áhrif á hvernig hlúð er að börnum og viðmiðin um hvernig það er gert geta verið ólík eftir því. Og einmitt vegna þess að gildismat okkar fullorðna fólksins er mismunandi er svo mikilvægt að tryggja öllum börnum ákveðin grundvallarmannréttindi óháð þeim aðstæðum sem þau búa við. Í Barnasáttmálanum er skýrt kveðið á um rétt til lífs og þroska, vernd gegn ofbeldi, bann við mismunun, þátttöku við ákvarðanatöku í málefnum er þau varða, heilsuvernd og aðgang að menntun. Þessir þættir þurfa ávallt að vera til staðar þó aðferðirnar og nálganir geti verið ólíkar og það er þess vegna svo mikilvægt að við höfum Barnasáttmálann til leiðsagnar. En þá þurfum við líka öll að þekkja til hans svo hann verði það leiðarljós sem honum er ætlað að vera. Árið 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna og var Barnaheillum – Save the Children á Íslandi falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í þingsályktunartillögu félags- og barnamálaráðherra vorið 2021 um Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að dagurinn skuli efldur frá og með árinu 2021. Vinna skuli að því að gera 20. nóvember hærra undir höfði og nýta daginn enn frekar við fræðslu og vitundarvakningu um réttindi barna. Auk mennta- og menningarmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins bera forsætisráðuneyti og félags- og barnamálaráðuneyti einnig ábyrgð á deginum og fer stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna með framkvæmd dagsins í samvinnu við Barnaheill. Að mati Barnaheilla þarf menntun barna í mannréttindum að vera samofin öllu skólastarfi og hafa samtökin frá árinu 2016 skorað á skólastjórnendur og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum að stuðla að fræðslu um Barnasáttmálann á þessum degi. Barnaheill leggja árlega fram tillögur að verkefnum sem hægt er að vinna með börnum og ungmennum í skólum landsins og að þessu sinni voru lagðar fram þrjár tillögur að ólíkum verkefnum sem hver og einn getur útfært og aðlagað að þeim aðstæðum sem eru í viðkomandi skólaumhverfi. Fyrsta verkefnið snýr að framtíðarsýn nemenda, annað að upplifun og lærdómi af Covid-19 og hið þriðja að framkvæmd nemendaþings í skólanum. Auk þessara tillagna að verkefnum hafa Barnaheill sett saman fjölmargar kennsluhugmyndir á vefsíðu samtakanna, barnaheill.is fyrir mismunandi aldursskeið og á vefsíðunni barnasattmali.is er mikill fróðleikur um Barnasáttmálann og fjölbreyttar kennsluhugmyndir og verkefni. Að sjálfsögðu eiga allir dagar ársins að vera dagar mannréttinda barna og iðka þarf þau mannréttindi í öllum athöfnum daglegs lífs, en ekki eingöngu á hátíðar- og tyllidögum. Það er þó mikilvægt að hafa einn dag í heiðri þar sem við erum minnt á mikilvægi þess að hlúa ávallt að því sem er börnum fyrir bestu og fá um leið tækifæri til að vega, meta og jafnvel endurskoða hvað þarf að gera til að tryggja að því markmiði sé náð. En umfram allt; hlustum á börnin sjálf því oftar en ekki vita þau betur en við fullorðnu hvað þeim er fyrir bestu. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar