Ríkið sýknað í Geysismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 14:28 Ríkið komst að samkomulagi um kaup á svæðinu við landeigendur árið 2016. Árið 2019 lá matsgerð um verð fyrir landsvæðið fyrir, rúmur milljarður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði. Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins. Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins.
Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira