Sjúkraliðar eru í liði með þér Sandra B. Franks skrifar 21. nóvember 2021 09:00 Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun