Sjúkraliðar eru í liði með þér Sandra B. Franks skrifar 21. nóvember 2021 09:00 Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar