Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 12:06 Dýrin líða miklar kvalir við blóðtökuna. Skjáskot/TSB Tierschutzbund Zurich Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í dag heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Í myndinni má sjá mjög slæma meðferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum. Dýrin líða bæði kvalir og gríðarlega hræðslu samkvæmt því sem fram kemur í myndinni, en hún hefur verið í vinnslu í um eitt og hálft ár, og er að mestu byggð á földum myndavélum. Heimildarmyndin hefur verið birt á YouTube, en hana má sjá hér. Varað er við myndefni. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að málið sé til rannsóknar, auk þess sem ráðherra hafi verið upplýstur um málið. „Matvælastofnun lítur þetta mál mjög alvarlegum augum. Við höfum séð þetta myndband og svo virðist sem meðferðin á hryssunum eins og hún kemur fram á þessu myndbandi stangist verulega á við þau starfsskilyrði sem eru í þessari grein,” segir Sigríður. Myndin sé þó ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. „Það sem þarna birtist má segja að sé önnur mynd en við höfum verið að sjá í okkar eftirliti alla jafna. Þetta er ekki í samræmi við það, en það þýðir ekki að það eru myndir af þessu og þetta hefur greinilega gerst, þannig að þetta þurfum við að taka til mjög ítarlegrar skoðunar.” Hún segist ekki vilja tjá sig um hvort MAST viti hvaða aðila sé um að ræða í myndinni. Þá segir hún að blóðmerarhald sé í stöðugri endurskoðun og að stofnunin hafi unnið mjög að því að ná betur utan um starfsemina, með hertum lögum og að gera hana tilkynningarskylda. Enn fremur sé strangara eftirlit með þessari starfsemi miðað við annað búfjárhald í landinu. „Þetta er í hæsta forgangi hjá okkur og ég vil halda því fram að við höfum náð töluvert utan um þetta. En auðvitað – betur má en duga skal og við tökum svona ábendingum mjög alvarlega og munum leita leiða til þess að uppræta þetta,” segir Sigríður. Innri rannsókn á birgjum Ísteka, fyrirtæki sem framleiðir lyf úr hryssublóði, sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Facebook-síðu sína. „Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar verulega þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum.“ segir í yfirlýsingunni. „Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni. Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar fréttastofa heyrði í honum. Dýraheilbrigði Dýr Blóðmerahald Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í dag heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Í myndinni má sjá mjög slæma meðferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum. Dýrin líða bæði kvalir og gríðarlega hræðslu samkvæmt því sem fram kemur í myndinni, en hún hefur verið í vinnslu í um eitt og hálft ár, og er að mestu byggð á földum myndavélum. Heimildarmyndin hefur verið birt á YouTube, en hana má sjá hér. Varað er við myndefni. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að málið sé til rannsóknar, auk þess sem ráðherra hafi verið upplýstur um málið. „Matvælastofnun lítur þetta mál mjög alvarlegum augum. Við höfum séð þetta myndband og svo virðist sem meðferðin á hryssunum eins og hún kemur fram á þessu myndbandi stangist verulega á við þau starfsskilyrði sem eru í þessari grein,” segir Sigríður. Myndin sé þó ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. „Það sem þarna birtist má segja að sé önnur mynd en við höfum verið að sjá í okkar eftirliti alla jafna. Þetta er ekki í samræmi við það, en það þýðir ekki að það eru myndir af þessu og þetta hefur greinilega gerst, þannig að þetta þurfum við að taka til mjög ítarlegrar skoðunar.” Hún segist ekki vilja tjá sig um hvort MAST viti hvaða aðila sé um að ræða í myndinni. Þá segir hún að blóðmerarhald sé í stöðugri endurskoðun og að stofnunin hafi unnið mjög að því að ná betur utan um starfsemina, með hertum lögum og að gera hana tilkynningarskylda. Enn fremur sé strangara eftirlit með þessari starfsemi miðað við annað búfjárhald í landinu. „Þetta er í hæsta forgangi hjá okkur og ég vil halda því fram að við höfum náð töluvert utan um þetta. En auðvitað – betur má en duga skal og við tökum svona ábendingum mjög alvarlega og munum leita leiða til þess að uppræta þetta,” segir Sigríður. Innri rannsókn á birgjum Ísteka, fyrirtæki sem framleiðir lyf úr hryssublóði, sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Facebook-síðu sína. „Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar verulega þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum.“ segir í yfirlýsingunni. „Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni. Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar fréttastofa heyrði í honum.
Dýraheilbrigði Dýr Blóðmerahald Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda