Talið að Zlatan sleppi úr búrinu og met Tottis gæti fallið Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 16:01 Zlatan Ibrahimovic, fertugur og enn að fagna mörkum í efstu deild Ítalíu. Skori hann í Meistaradeildinni setur hann met. Getty/Andrea Staccioli Meistaradeild Evrópu í fótbolta heldur áfram í þessari viku og Zlatan Ibrahimovic fær þá tækifæri til að skrá sig í sögubækurnar sem elsti markaskorari keppninnar frá upphafi. Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport spáir því að Zlatan verði í byrjunarliði AC Milan á miðvikudag þegar liðið sækir Atlético Madrid heim. „Að skilja ljón eftir í búrinu á leikvangi eins og Wanda Metropolitano er eiginlega ómögulegt,“ segir blaðið. Zlatan, sem orðinn er fertugur, hefur skipst á við hinn 35 ára gamla Olivier Giroud um að leiða sóknarlínu Milan í vetur. Zlatan hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð, í bæði skiptin sem varamaður. Zlatan skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Milan í 4-3 tapinu gegn Fiorentina í ítölsku deildinni um helgina og þar með varð Svíinn elsti leikmaðurinn til að skora tvennu í efstu deild Ítalíu, 40 ára og 48 daga gamall. Hann getur sett aldursmet í Meistaradeildinni skori hann gegn Atlético á miðvikudaginn. Francesco Totti, gamla Roma-goðsögnin, á metið sem elsti markaskorari keppninnar en hann var 38 ára og 59 daga þegar hann skoraði sitt síðasta meistaradeildarmark. Zlatan getur því bætt metið um tvö ár. Ljóst er að AC Milan þarf sárlega á sigri að halda í Madrid. Liðið er neðst í B-riðli með eitt stig – þremur stigum á eftir Atlético og fjórum á eftir Porto. Liverpool er búið að tryggja sér sigur í riðlinum þó tvær umferðir séu eftir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport spáir því að Zlatan verði í byrjunarliði AC Milan á miðvikudag þegar liðið sækir Atlético Madrid heim. „Að skilja ljón eftir í búrinu á leikvangi eins og Wanda Metropolitano er eiginlega ómögulegt,“ segir blaðið. Zlatan, sem orðinn er fertugur, hefur skipst á við hinn 35 ára gamla Olivier Giroud um að leiða sóknarlínu Milan í vetur. Zlatan hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Meistaradeildinni það sem af er leiktíð, í bæði skiptin sem varamaður. Zlatan skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Milan í 4-3 tapinu gegn Fiorentina í ítölsku deildinni um helgina og þar með varð Svíinn elsti leikmaðurinn til að skora tvennu í efstu deild Ítalíu, 40 ára og 48 daga gamall. Hann getur sett aldursmet í Meistaradeildinni skori hann gegn Atlético á miðvikudaginn. Francesco Totti, gamla Roma-goðsögnin, á metið sem elsti markaskorari keppninnar en hann var 38 ára og 59 daga þegar hann skoraði sitt síðasta meistaradeildarmark. Zlatan getur því bætt metið um tvö ár. Ljóst er að AC Milan þarf sárlega á sigri að halda í Madrid. Liðið er neðst í B-riðli með eitt stig – þremur stigum á eftir Atlético og fjórum á eftir Porto. Liverpool er búið að tryggja sér sigur í riðlinum þó tvær umferðir séu eftir.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira