„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 15:53 Linda Dunikoski, saksóknari, hvatti kviðdómendur til að nota almenna skynsemi og dæma Greg og Travis McMichael og William Bryan seka um morð. AP/Stephen B. Morton Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. Þetta sagði Linda Dunikoski í málflutningi hennar á síðasta degi málsmeðferðar í réttarhöldunum gegn þeim Greg og Travis McMichael og William Bryan. Þeir eru sakaðir um morð eftir að hafa elt hinn 25 ára gamla Arbery og skotið hann til bana í febrúar 2020. Allir eru ákærðir fyrir hatursglæp og eru þeir sakaðir um að hafa elt Arbery og banað hans vegna litarháttar hans. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra og töldu þeir hann vera innbrotsþjóf og þá meðal annars vegna þess að hann hafði komið við á stað þar sem verið var að byggja hús. Þá segja þeir að Arbery hefði nokkrum sinnum verið myndaður á öryggismyndavélum á byggingarstaðnum. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Viðurkenndi að Arbery hefði ekki ógnað sér Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í síðustu viku að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann fyrst. McMichael sagðist hafa miðað byssunni að Arbery því sá síðarnefndi hljóp í áttina að honum. Engar vísbendingar hafa litið dagsins ljós sem gefa á nokkurn hátt til kynna að Arbery hafi gert eitthvað af sér. Arbery hafði skráð sig í rafvirkjanám þegar hann var skotinn til bana. Dunikoski sagði að mennirnir þrír hefðu ráðist á Arbery vegna þess að hann hefði verið svartur og á hlaupum um hverfi þeirra. „Þeir skutu og drápu hann. Ekki vegna þess að hann ógnaði þeim, því hann vildi ekki stoppa og tala við þá,“ sagði hún samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur mannanna segja þá hafa talið Arbery hafa stolið einhverju af byggingarsvæðinu, þó hann væri einungis klæddur í stuttbuxur og bol, og að þeir hafi ætlað að halda honum þar til lögreglu bæri að garði. Sagði sjálfsvörn ekki eiga rétt á sér Í málflutningi sínum sagði Dunikoski þremenningana ekki geta haldið því fram að þeir þurft að verja sig. Þeir hafi ráðist á Arbery, sem var óvopnaður, miðað á hann byssu og skotið hann til bana þegar hann reyndi að verja sig. Hún sagði sömuleiðis að fram hefði komið við vitnaleiðslur að mennirnir hefðu aldrei sagt þennan dag að þeir ætluðu sér að handtaka Arbery sem borgarr. Þeir hafi reynt að beita því sem vörn eftir á. Til viðbótar segi lögin um borgaralegar handtökur að borgarar verði að vera vitni að glæp. Þeir hafi ekki orðið vitni að neinu. Myndband sem Bryan tók sýndi að Arbery reyndi að hlaupa aftur fyrir bíl McMichael eftir að hann stöðvaði bílinn á miðjum veginum stóð fyrir framan hann og miðaði byssunni að Arbery. McMichael sagði í dómsal í dag að þegar hann skaut Arbery hefði hann talið hinn 25 ára þeldökka mann vera ógn því hann hafi hlaupið beint í átt að honum. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Greg McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Þegar þetta er birt eru verjendur að hefja málflutning sinn. Fylgjast má með því í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta sagði Linda Dunikoski í málflutningi hennar á síðasta degi málsmeðferðar í réttarhöldunum gegn þeim Greg og Travis McMichael og William Bryan. Þeir eru sakaðir um morð eftir að hafa elt hinn 25 ára gamla Arbery og skotið hann til bana í febrúar 2020. Allir eru ákærðir fyrir hatursglæp og eru þeir sakaðir um að hafa elt Arbery og banað hans vegna litarháttar hans. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra og töldu þeir hann vera innbrotsþjóf og þá meðal annars vegna þess að hann hafði komið við á stað þar sem verið var að byggja hús. Þá segja þeir að Arbery hefði nokkrum sinnum verið myndaður á öryggismyndavélum á byggingarstaðnum. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Viðurkenndi að Arbery hefði ekki ógnað sér Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í síðustu viku að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann fyrst. McMichael sagðist hafa miðað byssunni að Arbery því sá síðarnefndi hljóp í áttina að honum. Engar vísbendingar hafa litið dagsins ljós sem gefa á nokkurn hátt til kynna að Arbery hafi gert eitthvað af sér. Arbery hafði skráð sig í rafvirkjanám þegar hann var skotinn til bana. Dunikoski sagði að mennirnir þrír hefðu ráðist á Arbery vegna þess að hann hefði verið svartur og á hlaupum um hverfi þeirra. „Þeir skutu og drápu hann. Ekki vegna þess að hann ógnaði þeim, því hann vildi ekki stoppa og tala við þá,“ sagði hún samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur mannanna segja þá hafa talið Arbery hafa stolið einhverju af byggingarsvæðinu, þó hann væri einungis klæddur í stuttbuxur og bol, og að þeir hafi ætlað að halda honum þar til lögreglu bæri að garði. Sagði sjálfsvörn ekki eiga rétt á sér Í málflutningi sínum sagði Dunikoski þremenningana ekki geta haldið því fram að þeir þurft að verja sig. Þeir hafi ráðist á Arbery, sem var óvopnaður, miðað á hann byssu og skotið hann til bana þegar hann reyndi að verja sig. Hún sagði sömuleiðis að fram hefði komið við vitnaleiðslur að mennirnir hefðu aldrei sagt þennan dag að þeir ætluðu sér að handtaka Arbery sem borgarr. Þeir hafi reynt að beita því sem vörn eftir á. Til viðbótar segi lögin um borgaralegar handtökur að borgarar verði að vera vitni að glæp. Þeir hafi ekki orðið vitni að neinu. Myndband sem Bryan tók sýndi að Arbery reyndi að hlaupa aftur fyrir bíl McMichael eftir að hann stöðvaði bílinn á miðjum veginum stóð fyrir framan hann og miðaði byssunni að Arbery. McMichael sagði í dómsal í dag að þegar hann skaut Arbery hefði hann talið hinn 25 ára þeldökka mann vera ógn því hann hafi hlaupið beint í átt að honum. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Greg McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Þegar þetta er birt eru verjendur að hefja málflutning sinn. Fylgjast má með því í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00
Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52