Brjósklospési... eða hvað? Helga B. Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 17:01 Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun