Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 22:01 Stjórnarandstöðuleiðtogarnir eru ósáttir með hve langan tíma hefur tekið fyrir þingið að koma saman og benda á að þessi staða hefði ekki komið upp ef kosið hefði verið að vori en ekki hausti. vísir/bjarni Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira