Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 07:52 Willum Þór Þórsson gegnir hlutverki forseta Alþingis þessa dagana. Vísir/Vilhelm Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. Þing hefur nú ekki komið saman í um 140 daga og er því um að ræða lengsta þinghlé í rúma þrjá áratugi. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, mun prédika í guðsþjónustunni í Dómkirkjunni og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Þá mun Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar, leika á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngja við athöfnina. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að að guðsþjónustu lokinni gangi forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. „Söngkonur úr Domus vox syngja við þingsetninguna, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 152. löggjafarþing og starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, býður alþingismenn og ráðherra velkomna og minnist látins þingmanns og látins fyrrverandi ráðherra. Þá verður kosin kjörbréfanefnd. Þingsetningarfundi verður síðan frestað,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerðir Líkt og fram kemur verður kosin kjörbréfanefnd í dag. Þegar það liggur fyrir mun undirbúningskjörbréfanefndin, sem hefur verið að störfum síðustu vikurnar, birta greinargerðir sínar varðandi talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Í frétt í gær kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu verði tvær leiðir lagðar fyrir þingið. Fyrst þá að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra sextán, sem eru annað hvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Miklar líkur séu hins vegar á að sú tillaga verði felld en þá verði lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þing hefur nú ekki komið saman í um 140 daga og er því um að ræða lengsta þinghlé í rúma þrjá áratugi. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, mun prédika í guðsþjónustunni í Dómkirkjunni og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Þá mun Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar, leika á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngja við athöfnina. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að að guðsþjónustu lokinni gangi forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. „Söngkonur úr Domus vox syngja við þingsetninguna, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 152. löggjafarþing og starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, býður alþingismenn og ráðherra velkomna og minnist látins þingmanns og látins fyrrverandi ráðherra. Þá verður kosin kjörbréfanefnd. Þingsetningarfundi verður síðan frestað,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerðir Líkt og fram kemur verður kosin kjörbréfanefnd í dag. Þegar það liggur fyrir mun undirbúningskjörbréfanefndin, sem hefur verið að störfum síðustu vikurnar, birta greinargerðir sínar varðandi talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Í frétt í gær kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu verði tvær leiðir lagðar fyrir þingið. Fyrst þá að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra sextán, sem eru annað hvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Miklar líkur séu hins vegar á að sú tillaga verði felld en þá verði lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01