Pissaði á ljósmyndara á meðan að Viðar spilaði og skoraði Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 08:03 Stuðningsmaður Brann fær ekki að mæta á fleiri leiki liðsins eftir að hafa pissað á ljósmyndara. brann.no Norska knattspyrnufélagið Brann hefur sett stuðningsmann í bann frá leikjum vegna atviks sem átti sér stað í útileik liðsins gegn Sandefjord á sunnudaginn. Viðar Ari Jónsson skoraði fyrra mark Sandefjord í leiknum, gegn sínum gömlu félögum, í 2-2 jafntefli. Það sem gekk á utan vallar vakti þó meiri athygli. Einn stuðningsmanna Brann varð uppvís að því að kasta af sér vatni á ljósmyndara sem var að störfum við leikinn. Annar hrækti á axlir hans. „Það er með ólíkindum að fullorðið fólk skuli geta hagað sér svona,“ sagði ljósmyndarinn Trond Reidar Teigen við BA en piss fór bæði á föt hans og myndavélabox hans. Taldi sig heyra vatn renna Teigen hélt að hann hefði heyrt vatn renna á bakvið sig en hugsaði ekki meira út í það og áttaði sig raunar ekki á hvað hefði gerst fyrr en að starfsmaður á vellinum lét hann vita í hálfleik. Atvikið hafði náðst á öryggismyndavél. Maðurinn sem pissaði á Teigen var handtekinn og hefur eins og fyrr segir verið settur í bann frá leikjum Brann. „Brann fordæmir þessa hegðun algjörlega og biður ljósmyndarann sem fyrir þessu varð innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá Brann. „Á mánudaginn fundaði Brann með stuðningsmanninum sem útskýrði sína hlið. Hann viðurkenndi allt og er fullur eftirsjár. Hann samþykkir refsingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Forráðamenn Brann ætla ekki að tjá sig frekar um málið og segjast ætla að bíða eftir að rannsókn lögreglu ljúki. Norski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Viðar Ari Jónsson skoraði fyrra mark Sandefjord í leiknum, gegn sínum gömlu félögum, í 2-2 jafntefli. Það sem gekk á utan vallar vakti þó meiri athygli. Einn stuðningsmanna Brann varð uppvís að því að kasta af sér vatni á ljósmyndara sem var að störfum við leikinn. Annar hrækti á axlir hans. „Það er með ólíkindum að fullorðið fólk skuli geta hagað sér svona,“ sagði ljósmyndarinn Trond Reidar Teigen við BA en piss fór bæði á föt hans og myndavélabox hans. Taldi sig heyra vatn renna Teigen hélt að hann hefði heyrt vatn renna á bakvið sig en hugsaði ekki meira út í það og áttaði sig raunar ekki á hvað hefði gerst fyrr en að starfsmaður á vellinum lét hann vita í hálfleik. Atvikið hafði náðst á öryggismyndavél. Maðurinn sem pissaði á Teigen var handtekinn og hefur eins og fyrr segir verið settur í bann frá leikjum Brann. „Brann fordæmir þessa hegðun algjörlega og biður ljósmyndarann sem fyrir þessu varð innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá Brann. „Á mánudaginn fundaði Brann með stuðningsmanninum sem útskýrði sína hlið. Hann viðurkenndi allt og er fullur eftirsjár. Hann samþykkir refsingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Forráðamenn Brann ætla ekki að tjá sig frekar um málið og segjast ætla að bíða eftir að rannsókn lögreglu ljúki.
Norski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira