Segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þór um að hætta með handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 09:00 Þór er í 4. sæti Grill 66 deildar karla. akureyri.net/skapti hallgrímsson Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa beðið hæstráðendur hjá Þór að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. „Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum. Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum.
Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira