Erlent

Þrír taldir af eftir flug­slys í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Larvik er að vinna um hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborginni Ósló. Myndin er úr safni.
Larvik er að vinna um hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborginni Ósló. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Þrír eru taldir hafa látið lífið þegar lítil flugvél hrapaði til jarðar fyrir utan bæinn Larvik í Noregi í morgun.

Norskir fjölmiðlar segja flugvélina hafa tilheyrt nálægum flugskóla, Pilot Flight Academy við Torp, og hrapað í fjalllendi. Erfiðlega hefur reynst fyrir björgunaraðila að komast að brakinu.

Lögregla í Noregi segir þrjá hafa verið um borð í vélinni og er talið að allir hafi farist í slysinu. Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin hrapaði til jarðar.

„Við getum greint frá því að því miður eru engar líkur á að finna nokkurn á lífi,“ segir lögreglustjórinn í Larvik í samtali við NRK.

Larvik er að vinna um hundrað kílómetra suðvestur af höfuðborginni Ósló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×