Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 16:07 Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. Fyrsta fundi kjörbréfanefndar lauk nú síðdegis. Birta átti tæplega hundrað blaðsíðna greinargerð undirbúningskjörnefndar um kosningarnar í Norðvesturkjördæmi fljótlega. Að fundi loknum sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það mat meirihluta fulltrúa í nefndinni að ekki væru forsendur til að ógilda úrslitin þar sem ekkert hafi komið fram sem sýni að gallar sem vissulega hafi verið á henni hefði haft áhrif á úrslitin. Heimir Már Pétursson ræddi við nefndarmenn að loknum fundi. Meirihlutaálit sé að verða til um framhaldið en Birgir sagðist búast við einu, tveimur eða þremur minnihlutaálitum. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, skrifaði ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndarinnar. Píratar vilja að Alþingiskosningarnar verði endurteknar á öllu landinu. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagði verkefni kjörbréfanefndar að ákveða hvort kjörbréf verði ógilt vegna deilnanna um talningu í Norðvesturkjördæmi. Það velti á því hvort að varðveisla kjörgagna þar hafi verið fullnægjandi. Kjörstjórn hafi gert athugasemd við það og vísað til nefndarinnar. Sagði Svandís það liggja fyrir að varðveisla kjörgagna hafi ekki verið fullnægjandi og nefndinni hafi ekki tekist að fullvissa sig um að ekki hafi verið átt við þau. Hún sagði að ólík afstaða Vinstri grænna annars vegar og fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins hefði ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fyrsta fundi kjörbréfanefndar lauk nú síðdegis. Birta átti tæplega hundrað blaðsíðna greinargerð undirbúningskjörnefndar um kosningarnar í Norðvesturkjördæmi fljótlega. Að fundi loknum sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það mat meirihluta fulltrúa í nefndinni að ekki væru forsendur til að ógilda úrslitin þar sem ekkert hafi komið fram sem sýni að gallar sem vissulega hafi verið á henni hefði haft áhrif á úrslitin. Heimir Már Pétursson ræddi við nefndarmenn að loknum fundi. Meirihlutaálit sé að verða til um framhaldið en Birgir sagðist búast við einu, tveimur eða þremur minnihlutaálitum. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, skrifaði ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndarinnar. Píratar vilja að Alþingiskosningarnar verði endurteknar á öllu landinu. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagði verkefni kjörbréfanefndar að ákveða hvort kjörbréf verði ógilt vegna deilnanna um talningu í Norðvesturkjördæmi. Það velti á því hvort að varðveisla kjörgagna þar hafi verið fullnægjandi. Kjörstjórn hafi gert athugasemd við það og vísað til nefndarinnar. Sagði Svandís það liggja fyrir að varðveisla kjörgagna hafi ekki verið fullnægjandi og nefndinni hafi ekki tekist að fullvissa sig um að ekki hafi verið átt við þau. Hún sagði að ólík afstaða Vinstri grænna annars vegar og fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins hefði ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarf þeirra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira