Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 21:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira