Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 15:00 Carlo Ancelotti glottir á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti Sheriff Tiraspol í Moldóvu. EPA-EFE/DUMITRU DORU Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt. „Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
„Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira