Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 10:50 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling. Vísir/aðsend Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni. Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni.
Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51
Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37
Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17