Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 10:50 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling. Vísir/aðsend Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni. Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni.
Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51
Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37
Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17