Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Svo virðist sem KSÍ hafi ekki enn lært af fyrri mistökum. vísir/vilhelm/skjáskot úr DV 18. september 2021 Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021 KSÍ Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021
KSÍ Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti