Þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Jafnaðarmaður mun leiða ríkisstjórn Þýskalands, en Kristilegi demókratinn Angela Merkel hefur stýrt landinu frá árinu 2005, eða frá því að hún tók við kanslaraembættinu af Gerhard Schröder.
Flokkarnir leggja í stjórnarsáttmálanum áherslu á umbreytingu í „grænt hagkerfi“ þar sem segir að meðal annars verði stefnt að því að stöðva kolanotkun í áföngum fram til ársins 2030, átta árum fyrr en áætlað var.
Þá sé stefnt að því að leggja tvö prósent af lögsögu landsins undir vindorku, auk þess að auka nýtingu vatnsafls.
Í sáttmálanum er einnig gert ráð fyrir lögleiðingu kannabisneyslu.
Efnahagskerfi Þýskalands er það stærsta í Evrópu svo ákvarðanir þýskra stjórnvalda hafa mikil áhrif á helstu nágrannaríkin og sömuleiðis innan Evrópusambandsins.