Telja að mannvirki muni þola hlaupið Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. nóvember 2021 20:36 Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. GPS-mælingar sýna að íshellan ofan á Grímsvötnum er byrjuð að síga sem bendir fastlega til að hlaup sé að hefjast. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þetta þýði að vatnsgeymirinn upp í Grímsvötnum sé að fara að tæmast. „Þá rennur vatnið undir Skeiðarárjökul og kemur fram í Gígjukvísl og rennur svo þar til sjávar og undir brúnna yfir þjóðveginn. Sérfræðingar sem við hittum í dag frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni telja að þetta hlaup verði eitthvað um fimm þúsund rúmmetrar og að mannvirki sem eru á þessum stað ættu í rauninni að þola þetta áhlaup.“ Nú sé einkum fylgst með því hvort gos komi til með að fylgja jökulhlaupinu. Eldgos í Grímsvötnum eru sprengigos þar sem öll kvikan sem kemur upp sundrast og dreifist undan vindi sem aska. Slíkt sást síðast í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. „Við búumst við því að við sjáum vatnið koma undir jökli á svona næstu einum til tveimur dögum, það gæti náð hugsanlega hámarki á svona fjórum til átta dögum og einhvern tímann í þessu ferli, eða miklu síðar eins og jarðfræðingum er tamt að segja, þá gæti komið eldgos í Grímsvötnum. En tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Björn. Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Tengdar fréttir Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
GPS-mælingar sýna að íshellan ofan á Grímsvötnum er byrjuð að síga sem bendir fastlega til að hlaup sé að hefjast. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þetta þýði að vatnsgeymirinn upp í Grímsvötnum sé að fara að tæmast. „Þá rennur vatnið undir Skeiðarárjökul og kemur fram í Gígjukvísl og rennur svo þar til sjávar og undir brúnna yfir þjóðveginn. Sérfræðingar sem við hittum í dag frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni telja að þetta hlaup verði eitthvað um fimm þúsund rúmmetrar og að mannvirki sem eru á þessum stað ættu í rauninni að þola þetta áhlaup.“ Nú sé einkum fylgst með því hvort gos komi til með að fylgja jökulhlaupinu. Eldgos í Grímsvötnum eru sprengigos þar sem öll kvikan sem kemur upp sundrast og dreifist undan vindi sem aska. Slíkt sást síðast í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. „Við búumst við því að við sjáum vatnið koma undir jökli á svona næstu einum til tveimur dögum, það gæti náð hugsanlega hámarki á svona fjórum til átta dögum og einhvern tímann í þessu ferli, eða miklu síðar eins og jarðfræðingum er tamt að segja, þá gæti komið eldgos í Grímsvötnum. En tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Björn.
Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Tengdar fréttir Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48
Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45