Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 08:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er hvergi tíðara en á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“. Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá. Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá.
Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira