James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 09:44 Spegill JWST er sex og hálfur metri að þvermáli, mun stærri en Hubble-geimsjónaukans. NASA/MSFC/David Higginbotham Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira