Meintur mannréttindabrjótur kjörinn forseti Interpol Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 12:50 Ahmed Naser al-Raisi verður forseti Interpol næstu fjögur árin. AP/Francisco Seco Undirhershöfðingi við innanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er sakaður um pyntingar og gerræðislegar handtökur í heimalandinu var kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Hann hefur verið kærður í fimm löndum. Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði. Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33
Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31