„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2021 13:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu í 4-0 sigrinum á Tékklandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld. Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira