Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2021 20:47 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í kvöld og lagði upp það seinna. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Japanska liðið var meira með boltann fyrstu mínútur leiksins, en það voru þær íslensku sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Sveindís Jane Jónsdóttir, en hún kom íslensku stelpunum í 1-0 á 14. mínútu með fyrsta skoti leiksins. Agla María Albertsdóttir var nálægt því að koma Íslandi í 2-0 eftir tæplega hálftíma leik, en skot hennar hafnaði í þverslánni. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik. Japanska liðið var meira með boltann, en átti erfitt með að skapa sér opin marktækifæri. Íslensku stelpurnar tvöfölduðu svo forystu sína þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Sveindís Jane flottan sprett upp völlinn, og þéttingsföst fyrirgjöf hennar fann Berglindi Björg Þorvaldsdóttir sem stýrði boltanum í netið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og íslensku stelpurnar fögnuðu því góðum 2-0 sigri í Hollandi. Leiknum var streymt í beinni útsendingu, og hægt er að horfa á hann aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands á árinu. Sá síðasti er gegn Kýpverjum á Kýpur í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Þetta var fjórði leikur Íslands og Japans frá upphafi. Japanir unnu leiki liðanna á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Japanska liðið var meira með boltann fyrstu mínútur leiksins, en það voru þær íslensku sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Sveindís Jane Jónsdóttir, en hún kom íslensku stelpunum í 1-0 á 14. mínútu með fyrsta skoti leiksins. Agla María Albertsdóttir var nálægt því að koma Íslandi í 2-0 eftir tæplega hálftíma leik, en skot hennar hafnaði í þverslánni. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik. Japanska liðið var meira með boltann, en átti erfitt með að skapa sér opin marktækifæri. Íslensku stelpurnar tvöfölduðu svo forystu sína þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Sveindís Jane flottan sprett upp völlinn, og þéttingsföst fyrirgjöf hennar fann Berglindi Björg Þorvaldsdóttir sem stýrði boltanum í netið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og íslensku stelpurnar fögnuðu því góðum 2-0 sigri í Hollandi. Leiknum var streymt í beinni útsendingu, og hægt er að horfa á hann aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands á árinu. Sá síðasti er gegn Kýpverjum á Kýpur í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Þetta var fjórði leikur Íslands og Japans frá upphafi. Japanir unnu leiki liðanna á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira