Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 13:05 Stjórnendur Landspítalans funda með landlækni í dag. Vísir/Vilhelm Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35