Innanríkisráðherrann, Gérald Darmanin segir Frakka hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa kröfu og að ekki hafi bætt úr skák að Johnson skyldi hafa gert bréfið opinbert.
Deilur milli ríkjanna tveggja virðast því langt í frá að leysast en mikil umræða hefur skapast um málefni flóttafólks sem reynir að komast yfir Ermarsund eftir að bátur með tuttugu og sjö innanborðs fórst á sundinu í vikunni.
Fulltrúar frá Belgíu, Hollandi, Þýskalandi og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins munu koma saman til fundar í frönsku borginni Calais á sunnudaginn til að ræða málefni flóttafólksins.