Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:30 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsakaði málið. Vísir/Þorgils Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis. Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis.
Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira