Gengið sé fram hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 17:49 Engan fulltrúa sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi er að finna í nýrri ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segjast verulega ósáttir með að ítrekað sé gengið fram hjá oddvitum flokksins í Suðurkjördæmi við val á ráðherrum. Stjórnir fulltrúaráða flokksins í kjördæminu eru á sama máli. Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent