Norðurlandameistarar í karate Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. nóvember 2021 23:00 Öflugur hópur Karatesamband Íslands Landslið Íslands í karate sótti tvo Norðurlandameistaratitla og fern önnur verðlaun á Norðurlandamótinu sem fram fór í Stavanger í Noregi um helgina. Hugi Halldórsson varð Norðurlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokki. Í fyrstu umferð mætti hann Ragnari Audse frá Eistlandi og vann hann örugglega, 4–0. Í undanúrslitum barðist Hugi við Lettann Aleksandars Obernihins. Eftir snarpa og skemmtilega viðureign bar hann sigur úr býtum, 5–4, og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar mætti hann öðrum eistneskum landsliðsmanni, Karl Erik Meltsas. Ekki hafði hann roð við Huga frekar en landi sinn. Lokatölur urðu 4–0 og Norðurlandameistaratitill í höfn. Um er að ræða fyrstu gullverðlaun Íslands í einstaklingskeppni síðan árið 2010 og aðeins þriðja skiptið í sögunni sem Íslendingur vinnur gull í einstaklingsgrein. Kvennasveit Íslands í hópkata átti gott mót og stóð að lokum uppi með gullið. Þær unnu öruggan sigur á liði Finna í úrslitum. Liðið skipa þær Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Ísland hefur einu sinni áður unnið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni eða árið 2012. Karlalið Íslands í hópkata varð svo aðeins 0,06 stigum (af 30 mögulegum) frá því að bæta þriðja gullinu í safnið. Liðið, skipað Huga Halldórssyni, Birni Breka Halldórssyni og Nökkva Benediktssyni, hlaut 22,8 stig fyrir framkvæmd sína á kata Kururunfa gegn 22,86 stigum Norðmanna í úrslitum og stóð uppi með silfur. Þrír ungir og efnilegir keppendur í kumite unnu einnig bronsverðlaun í sínum flokkum, þau Alexander Rósant Harðarson í 14–15 ára flokki -63 kg, Davíð Steinn Einarsson í 14–15 ára flokki -57 kg og Ronja Halldórsdóttir í 16–17 ára flokki -59 kg. Karate Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Hugi Halldórsson varð Norðurlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokki. Í fyrstu umferð mætti hann Ragnari Audse frá Eistlandi og vann hann örugglega, 4–0. Í undanúrslitum barðist Hugi við Lettann Aleksandars Obernihins. Eftir snarpa og skemmtilega viðureign bar hann sigur úr býtum, 5–4, og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar mætti hann öðrum eistneskum landsliðsmanni, Karl Erik Meltsas. Ekki hafði hann roð við Huga frekar en landi sinn. Lokatölur urðu 4–0 og Norðurlandameistaratitill í höfn. Um er að ræða fyrstu gullverðlaun Íslands í einstaklingskeppni síðan árið 2010 og aðeins þriðja skiptið í sögunni sem Íslendingur vinnur gull í einstaklingsgrein. Kvennasveit Íslands í hópkata átti gott mót og stóð að lokum uppi með gullið. Þær unnu öruggan sigur á liði Finna í úrslitum. Liðið skipa þær Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Ísland hefur einu sinni áður unnið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni eða árið 2012. Karlalið Íslands í hópkata varð svo aðeins 0,06 stigum (af 30 mögulegum) frá því að bæta þriðja gullinu í safnið. Liðið, skipað Huga Halldórssyni, Birni Breka Halldórssyni og Nökkva Benediktssyni, hlaut 22,8 stig fyrir framkvæmd sína á kata Kururunfa gegn 22,86 stigum Norðmanna í úrslitum og stóð uppi með silfur. Þrír ungir og efnilegir keppendur í kumite unnu einnig bronsverðlaun í sínum flokkum, þau Alexander Rósant Harðarson í 14–15 ára flokki -63 kg, Davíð Steinn Einarsson í 14–15 ára flokki -57 kg og Ronja Halldórsdóttir í 16–17 ára flokki -59 kg.
Karate Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira