Ancelotti: Markið hans Vinicius Junior sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 15:31 Vinicius Junior fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid á móti Sevilla í gær. AP/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var heldur betur sáttur með brasilíska framherjann Vinicius Junior eftir dramatískan 2-1 sigur Real Madrid í toppslag á móti Sevilla í gær. Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021 Spænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021
Spænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira