Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 15:00 Haile Gebrselassie er þekktur fyrir frábæran árangur á hlaupabrautinni þar sem hann setti á sínum tíma fjölda heimsmeta. Getty/Alex Grimm Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. Haile Gebrselassie tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að ganga til liðs við eþíópíska herinn í baráttu við uppreisnarmenn í landinu. Haile Gebrselassie says he has a weapon and asks if he has any choice but to go to the front in the conflict.Ethiopia is in the throes of a year-long conflict which threatens to tear the country apart.Latest world news https://t.co/ykoGZGdRPI pic.twitter.com/cuKaFazZ6w— Sky News (@SkyNews) November 29, 2021 Gebrselassie varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari í tíu þúsund metra hlaupi og varð einnig fjórum sinnum heimsmeistari í sömu grein. Gebrselassie átti magnaðan feril sem sést ekki síst á því að hann setti 27 heimsmet og 61 eþíópísk met á sínum ferli allt frá 800 metra hlaupi upp í maraþonhlaup. Flestir sérfræðingar segja að koma Gebrselassie í herinn sé aðeins táknræn til að hvetja aðra landa sína til að ganga til liðs við herinn en hann sjálfur talar um mikilvægi þess að leggja sitt að mörkum svo Eþíópía verði áfram til. Olympic champion Haile Gebrselassie has pledged to join Ethiopia's military forces on the frontline in the battle against the Tigray People's Liberation Front - despite acknowledging that as a sportsman he is an 'ambassador of peace'. @D_J_Doyle has more. pic.twitter.com/pCRURuAqpk— Reuters Africa (@ReutersAfrica) November 25, 2021 Gebrselassie trúir því að íþróttirnar snúist um frið og ást en engu að síður er hann tilbúinn að taka þetta skref. „Hvað myndir þú gera ef tilvera landsins þíns væri í hættu,“ spurði Haile Gebrselassie blaðamann Reuters. „Eþíópía er land sem hefur lagt mikið af mörkum til Afríku. Já þetta er fyrirmyndarland. Með því að fella Eþíópíu niður á hnén væru menn að gera það sama með öll hin Afríkulöndin. Það kemur ekki til greina,“ sagði Gebrselassie. Gebrselassie hefur náð miklum árangri í viðskiptum síðan að hann hætti að keppa en hann er nú 48 ára gamall. Gebrselassie rekur fjölda fyrirtækja í höfuðborginni. En er hann tilbúinn að fórna lífinu? „Þú býst við að ég segi allt til dauða. Já, það er lokafórnin í stríði,“ sagði Gebrselassie. Frjálsar íþróttir Eþíópía Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Haile Gebrselassie tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að ganga til liðs við eþíópíska herinn í baráttu við uppreisnarmenn í landinu. Haile Gebrselassie says he has a weapon and asks if he has any choice but to go to the front in the conflict.Ethiopia is in the throes of a year-long conflict which threatens to tear the country apart.Latest world news https://t.co/ykoGZGdRPI pic.twitter.com/cuKaFazZ6w— Sky News (@SkyNews) November 29, 2021 Gebrselassie varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari í tíu þúsund metra hlaupi og varð einnig fjórum sinnum heimsmeistari í sömu grein. Gebrselassie átti magnaðan feril sem sést ekki síst á því að hann setti 27 heimsmet og 61 eþíópísk met á sínum ferli allt frá 800 metra hlaupi upp í maraþonhlaup. Flestir sérfræðingar segja að koma Gebrselassie í herinn sé aðeins táknræn til að hvetja aðra landa sína til að ganga til liðs við herinn en hann sjálfur talar um mikilvægi þess að leggja sitt að mörkum svo Eþíópía verði áfram til. Olympic champion Haile Gebrselassie has pledged to join Ethiopia's military forces on the frontline in the battle against the Tigray People's Liberation Front - despite acknowledging that as a sportsman he is an 'ambassador of peace'. @D_J_Doyle has more. pic.twitter.com/pCRURuAqpk— Reuters Africa (@ReutersAfrica) November 25, 2021 Gebrselassie trúir því að íþróttirnar snúist um frið og ást en engu að síður er hann tilbúinn að taka þetta skref. „Hvað myndir þú gera ef tilvera landsins þíns væri í hættu,“ spurði Haile Gebrselassie blaðamann Reuters. „Eþíópía er land sem hefur lagt mikið af mörkum til Afríku. Já þetta er fyrirmyndarland. Með því að fella Eþíópíu niður á hnén væru menn að gera það sama með öll hin Afríkulöndin. Það kemur ekki til greina,“ sagði Gebrselassie. Gebrselassie hefur náð miklum árangri í viðskiptum síðan að hann hætti að keppa en hann er nú 48 ára gamall. Gebrselassie rekur fjölda fyrirtækja í höfuðborginni. En er hann tilbúinn að fórna lífinu? „Þú býst við að ég segi allt til dauða. Já, það er lokafórnin í stríði,“ sagði Gebrselassie.
Frjálsar íþróttir Eþíópía Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira