Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:02 Frá vettvangi við Dalsel í ágúst. GUÐMUNDUR HJALTI STEFÁNSSON Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Ákæran var gefin út í síðustu viku en hefur nú fyrst verið birt og fréttastofa hefur fengið hana afhenta. Ákæran er í fimm liðum en í þeim fyrsta er maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað sambýliskonu sinni með því að hafa beint að henni skammbyssu af tegundinni Beretta A87 Target. Þá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúðarhús í Dalseli undir áhrifum áfengis og vopnaður hlaðinni Beretta A400 Lite haglabyssu og skammbyssu af sömu tegund. Hann hafi haft þann ásetning að bana húsráðanda, sem er samkvæmt heimildum fréttastofu barnsfaðir sambýliskonu byssumannsins, en hann hafði þá yfirgefið húsið. Þá hafi maðurinn í framhaldinu hleypt af þremur skotum úr haglabyssunni innandyra með þeim afleiðingum að valda spjöllum á skáp í eldhúsi, á ísskáp, spegli og vegg á bak við spegilinn. Þá hafi hann skotið af tveimur skotum úr skammbyssunni og brotið glerrúðu í eldhúsi og valdið eignaspjöllum á baðherbergishurð. Þá hafi maðurinn skotið tveimur skotum úr haglabyssunni utandyra sem farið hafi í hlið bifreiðar, og skotið sjö skotum í aðra bifreið. Flúðu út um bakdyr og inn í skóg Í þriðja ákærulið er manninum gert það að sök að hafa brotið gegn vopnalögum og barnaverndarlögum með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað tveimur sonum sambýliskonu sinnar, tólf og fjórtán ára, með því að beina að þeim hlaðinni haglabyssu. Drengirnir náðu að flýja út um bakdyr og inn í nærliggjandi skóg. Þá er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu úr dyragætt hússins sem hann braust inn í að tveimur lögreglumönnum en höglin lentu í lögreglubíl og framhlið hússins hinu megin við götuna. Maðurinn er í fimmta ákærulið ákærður fyrir að hafa brotið gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa undir áhrifum áfengis gengið út úr húsinu, sem hann braust inn í, og að lögreglubíl sem stóð kyrrstæður á götunni fyrir framan húsið og beint haglabyssu að lögreglumanni. Greiði á annan tug milljóna í miskabætur Gerð er krafa um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að skotvopn hans og skotfæri verði gerð upptæk. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28. ágúst 2021 12:34 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ákæran var gefin út í síðustu viku en hefur nú fyrst verið birt og fréttastofa hefur fengið hana afhenta. Ákæran er í fimm liðum en í þeim fyrsta er maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað sambýliskonu sinni með því að hafa beint að henni skammbyssu af tegundinni Beretta A87 Target. Þá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúðarhús í Dalseli undir áhrifum áfengis og vopnaður hlaðinni Beretta A400 Lite haglabyssu og skammbyssu af sömu tegund. Hann hafi haft þann ásetning að bana húsráðanda, sem er samkvæmt heimildum fréttastofu barnsfaðir sambýliskonu byssumannsins, en hann hafði þá yfirgefið húsið. Þá hafi maðurinn í framhaldinu hleypt af þremur skotum úr haglabyssunni innandyra með þeim afleiðingum að valda spjöllum á skáp í eldhúsi, á ísskáp, spegli og vegg á bak við spegilinn. Þá hafi hann skotið af tveimur skotum úr skammbyssunni og brotið glerrúðu í eldhúsi og valdið eignaspjöllum á baðherbergishurð. Þá hafi maðurinn skotið tveimur skotum úr haglabyssunni utandyra sem farið hafi í hlið bifreiðar, og skotið sjö skotum í aðra bifreið. Flúðu út um bakdyr og inn í skóg Í þriðja ákærulið er manninum gert það að sök að hafa brotið gegn vopnalögum og barnaverndarlögum með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað tveimur sonum sambýliskonu sinnar, tólf og fjórtán ára, með því að beina að þeim hlaðinni haglabyssu. Drengirnir náðu að flýja út um bakdyr og inn í nærliggjandi skóg. Þá er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu úr dyragætt hússins sem hann braust inn í að tveimur lögreglumönnum en höglin lentu í lögreglubíl og framhlið hússins hinu megin við götuna. Maðurinn er í fimmta ákærulið ákærður fyrir að hafa brotið gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa undir áhrifum áfengis gengið út úr húsinu, sem hann braust inn í, og að lögreglubíl sem stóð kyrrstæður á götunni fyrir framan húsið og beint haglabyssu að lögreglumanni. Greiði á annan tug milljóna í miskabætur Gerð er krafa um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að skotvopn hans og skotfæri verði gerð upptæk. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28. ágúst 2021 12:34 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50
Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28. ágúst 2021 12:34