Skóli fyrir suma? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:00 Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar