Umhverfisvænir jólasveinar Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 29. nóvember 2021 15:00 Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umhverfismál Jólasveinar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun