Fær engar bætur eftir sauðburðarslys á bæ frænku sinnar Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2021 19:03 Ung ær rakst í konuna með alvarlegum afleiðingum. Kindin á myndinni er með öllu saklaus. Vísir/Vilhelm Kona, sem slasaðist er kind rakst utan í hana með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig og slasaðist á öxl, fær hvorki bætur úr hönd frænku sinnar né VÍS. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að konan hafi verið gestkomandi á bæ frænku sinnar og eiginmanns hennar ásamt eiginmanni sínum og barnabarni, líkt og svo oft áður. „Þar á meðal hafa þau ítrekað komið í heimsókn er sauðburður hefur verið yfirstandandi en hafa lítt eða ekki lagt þar hönd á plóg,“ segir dómarinn, sem skrifar óvenjuítarlega atvikalýsingu að þessu sinni. Heimsóknin var að vori 2017 en líkt og venjulega að vori var sauðburður í fullum gangi á bóndabænum og gott var í veðri. „Gott veður var þennan dag en þegar svo háttar til munu heimamenn hafa þann hátt á að láta ærnar bera utandyra og kara lömb sín þar,“ segir í dóminum. Bróðir bóndans og þá frændi hinnar slösuðu var einnig gestkomandi á bænum umrætt skipti en hann var þangað kominn til að leggja hönd á plóg. „Hann var staddur á bóndabænum í þeim tilgangi að létta undir með heimamönnum um sauðburðinn, sjálfum sér til ánægju og yndisauka eftir því sem fram kom í skýrslutöku fyrir dómi, en hann mun hafa það til siðs að taka sér frí frá venjulegum störfum fyrir sunnan og koma á vorin og haustin og leggja systur sinni og mági lið á annatíma sauðfjárbænda,“ Ærin rauk á dyr með alvarlegum afleiðingum Bróðir bóndans ákvað að færa á eina ásamt nýfæddum lömbum hennar inn í hlöðu þar sem ær og lömb þeirra eru jafnan hýst á milligólfi í um 150 sentímetra hæð frá gólfi. Til þess að fá ána upp á gólfið, tók bróðirinn nýborin lömb ærinnar í fangið og lét hana síðan elta sig upp á milliloftið. Er föruneytið var komið vel áleiðis upp á milligólfið virðist ærin hafa orðið óviss um afdrif lamba sinna. „Hvort hún missti sjónar á þeim í fangi bróður stefndu eða fældist af öðrum ástæðum liggur ekki fyrir. Um unga kind, tvævetlu, var að ræða eins og áður gat, sem mun hafa verið í því uppnámi sem burði getur fylgt, eftir því sem fram kom fyrir dómi af hálfu stefndu og bróður hennar,“ segir í dóminum. Við þessar aðstæður styggðist ærin og tók á rás út úr hlöðunni. Á leið sinni út rakst hún utan í konuna, sem stóð í dyragættinni, með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig og slasaðist á öxl. Konan leitaði strax á heilsugæslu og þurfti síðar að undirgangast aðgerð á öxlinni. Vegna uppgjörs frítímaslysatryggingar konunar var lagt mat á læknisfræðilega örorku hennar í september 2018. Varanleg læknisfræðileg örorka var metin 20 prósent. Vildi skella sökinni á frænda sinn Sem áður segir stefndi konan frænku sinni og VÍS til óskiptrar ábyrgðar á greiðslu skaðabóta vegna líkamstjóns hennar. Hún bar fyrir sig þær málsástæður að bróðir frænkunnar hefði sagt henni að standa í vegi fyrir ærinni þegar hún rauk á dyr. Þannig hafi hann ollið tjóninu með saknæmri háttsemi og systir hans borið ábyrgð á því á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Athygli vekur að dómurinn noti hið gamla orð húsbóndaábyrgð, það hefur almennt verið leyst af hólmi af hinu meira viðeigandi hugtaki vinnuveitandaábyrgð. Þá var því einnig haldið fram að aðstæður á bóndabæ frænkunnar hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Málsástæður stefndu byggðu á því að bróðirinn hafi ekki verið starfsmaður frænkunnar og því gæti húsbóndaábyrgð ekki átt við í málinu auk þess sem ekki var fallist á það að slysið hafi yfir höfuð verið á ábyrgð bróðurins. Um óhappatilvik eða óbeðinn erindrekstur að ræða Í niðurstöðum héraðsdóms segir að óumdeilanlegt sé að bróðirinn hafi starfað í þágu systur sinnar við sauðburðinn. Því gildi reglan um húsbóndaábyrgð fullum fetum í málinu þó hann hafi enga greiðslu þegið fyrir starfið. Hins vegar er það mat dómsins að bróðirinn hafi ekki að nokkru leyti borið ábyrgð á slysi konunnar. Annað hvort hafi verið um óhappatilvik að ræða eða konan verið að sinna svokölluðum óbeðnum erindrekstri. Hún hafi verið að taka að sér fyrirvaralaust,á stað og stund,óbeðin það hlutverk að hamla för sauðkindarinnar. Samkvæmt reglum bótaréttar þarf mikið að koma til svo að bótaábyrgð verði lögð á eiganda þeirra hagsmuna sem óbeðinn erindrekstur beinist að. Af þeim ástæðum voru frænka konunnar og VÍS sýknuð af öllum kröfum hennar. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Landbúnaður Tryggingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að konan hafi verið gestkomandi á bæ frænku sinnar og eiginmanns hennar ásamt eiginmanni sínum og barnabarni, líkt og svo oft áður. „Þar á meðal hafa þau ítrekað komið í heimsókn er sauðburður hefur verið yfirstandandi en hafa lítt eða ekki lagt þar hönd á plóg,“ segir dómarinn, sem skrifar óvenjuítarlega atvikalýsingu að þessu sinni. Heimsóknin var að vori 2017 en líkt og venjulega að vori var sauðburður í fullum gangi á bóndabænum og gott var í veðri. „Gott veður var þennan dag en þegar svo háttar til munu heimamenn hafa þann hátt á að láta ærnar bera utandyra og kara lömb sín þar,“ segir í dóminum. Bróðir bóndans og þá frændi hinnar slösuðu var einnig gestkomandi á bænum umrætt skipti en hann var þangað kominn til að leggja hönd á plóg. „Hann var staddur á bóndabænum í þeim tilgangi að létta undir með heimamönnum um sauðburðinn, sjálfum sér til ánægju og yndisauka eftir því sem fram kom í skýrslutöku fyrir dómi, en hann mun hafa það til siðs að taka sér frí frá venjulegum störfum fyrir sunnan og koma á vorin og haustin og leggja systur sinni og mági lið á annatíma sauðfjárbænda,“ Ærin rauk á dyr með alvarlegum afleiðingum Bróðir bóndans ákvað að færa á eina ásamt nýfæddum lömbum hennar inn í hlöðu þar sem ær og lömb þeirra eru jafnan hýst á milligólfi í um 150 sentímetra hæð frá gólfi. Til þess að fá ána upp á gólfið, tók bróðirinn nýborin lömb ærinnar í fangið og lét hana síðan elta sig upp á milliloftið. Er föruneytið var komið vel áleiðis upp á milligólfið virðist ærin hafa orðið óviss um afdrif lamba sinna. „Hvort hún missti sjónar á þeim í fangi bróður stefndu eða fældist af öðrum ástæðum liggur ekki fyrir. Um unga kind, tvævetlu, var að ræða eins og áður gat, sem mun hafa verið í því uppnámi sem burði getur fylgt, eftir því sem fram kom fyrir dómi af hálfu stefndu og bróður hennar,“ segir í dóminum. Við þessar aðstæður styggðist ærin og tók á rás út úr hlöðunni. Á leið sinni út rakst hún utan í konuna, sem stóð í dyragættinni, með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig og slasaðist á öxl. Konan leitaði strax á heilsugæslu og þurfti síðar að undirgangast aðgerð á öxlinni. Vegna uppgjörs frítímaslysatryggingar konunar var lagt mat á læknisfræðilega örorku hennar í september 2018. Varanleg læknisfræðileg örorka var metin 20 prósent. Vildi skella sökinni á frænda sinn Sem áður segir stefndi konan frænku sinni og VÍS til óskiptrar ábyrgðar á greiðslu skaðabóta vegna líkamstjóns hennar. Hún bar fyrir sig þær málsástæður að bróðir frænkunnar hefði sagt henni að standa í vegi fyrir ærinni þegar hún rauk á dyr. Þannig hafi hann ollið tjóninu með saknæmri háttsemi og systir hans borið ábyrgð á því á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Athygli vekur að dómurinn noti hið gamla orð húsbóndaábyrgð, það hefur almennt verið leyst af hólmi af hinu meira viðeigandi hugtaki vinnuveitandaábyrgð. Þá var því einnig haldið fram að aðstæður á bóndabæ frænkunnar hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Málsástæður stefndu byggðu á því að bróðirinn hafi ekki verið starfsmaður frænkunnar og því gæti húsbóndaábyrgð ekki átt við í málinu auk þess sem ekki var fallist á það að slysið hafi yfir höfuð verið á ábyrgð bróðurins. Um óhappatilvik eða óbeðinn erindrekstur að ræða Í niðurstöðum héraðsdóms segir að óumdeilanlegt sé að bróðirinn hafi starfað í þágu systur sinnar við sauðburðinn. Því gildi reglan um húsbóndaábyrgð fullum fetum í málinu þó hann hafi enga greiðslu þegið fyrir starfið. Hins vegar er það mat dómsins að bróðirinn hafi ekki að nokkru leyti borið ábyrgð á slysi konunnar. Annað hvort hafi verið um óhappatilvik að ræða eða konan verið að sinna svokölluðum óbeðnum erindrekstri. Hún hafi verið að taka að sér fyrirvaralaust,á stað og stund,óbeðin það hlutverk að hamla för sauðkindarinnar. Samkvæmt reglum bótaréttar þarf mikið að koma til svo að bótaábyrgð verði lögð á eiganda þeirra hagsmuna sem óbeðinn erindrekstur beinist að. Af þeim ástæðum voru frænka konunnar og VÍS sýknuð af öllum kröfum hennar. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Landbúnaður Tryggingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira