Formaður KKÍ segir að mögulegt að FIBA veiti Íslandi undanþágu fyrir næsta heimaleik Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 29. nóvember 2021 23:00 Hannes S. Jónsson segir ákveðna möguleika í stöðunni varðandi næsta heimaleik Íslands Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Vísi um stöðu mála í Laugardalshöllinni eftir að íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Rússlandi ytra í undankeppni HM 2023. Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30
„Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10