Fjármagnseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum Juventus í bæði Mílanó og Torinó og það gætu orðið mjög alvarlegar afleiðingar ef Juventus ef félagið verður dæmt fyrir bókhaldssvik.
JUVENTUS COULD BE RELEGATED TO SERIE B AND STRIPPED OF THEIR MOST RECENT TITLE
— SPORTbible (@sportbible) November 29, 2021
It could be a repeat of 2006 all over again if they are found guilty. Their season has just gone from bad to worse... https://t.co/6ieM2Dx2L3
Það er varla áratugur síðan Calciopoli hneykslismálið skók Ítalíu og nú gæti annað vera að koma upp. Calciopoli snerist um hagræðingu úrslita en nú virðast menn hafa verið að falsa bókhaldið hjá sér.
42 félagsskipti eru til rannsóknar frá árunum 2019 til 2021 og þar á meðal eru félagsskipti Cristiano Ronaldo, Joao Cancelo, Arthur Melo og Danilo. Juventus sendi frá sér tilkynningu þar sem kom fram að félagið væri þess fullvisst að ekkert saknæmt hefði gerst.
Juventus er sakað um að hafa falsað upphæðirnar sem félagið greiddi fyrir leikmenn og menn eins og Andrea Agnelli, Pavel Nedved og Fabio Paratici eru allir sagði samvinnuþýðir.
Árið 2006 var Juventus dæmt niður í B-deild. Félagið missti 2004-05 titilinn sinn og þurfti að byrja með níu stig í mínus í b-deildinni tímabilið 2006-07. Félagið komst aftur upp í A-deildina vorið 2007 og varð aftur meistari vorið 2012. Það var fyrsti ítalski meistaratitilinn af níu í röð.
Félagið gæti misst síðasti titilinn af þeim, tímabilið 2019-20, en þá voru Juventus menn með Cristiano Ronaldo í liðinu og Maurizio Sarri sem þjálfara.