Framboð fjarnáms á háskólastigi er jafnréttismál Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Steinunn G. Einarsdóttir skrifa 30. nóvember 2021 14:31 Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Byggðamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun