Norsku stelpurnar unnu leikinn sem fór fram í tveimur mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 11:31 Þokan var þétt eins og sjá má á þessari mynd þegar dómari leiddi liðin af velli. AP/Hakob Berberyan Norska kvennalandsliðið í fótbolta vann 10-0 útisigur á Armeníu í síðasta leik liðsins á árinu en þetta var mjög óvenjulegur leikur. Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira