Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 13:18 Birgir Ármannsson hefur tekið við sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira