„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 14:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfuðu saman U21-landslið Íslands með frábærum árangri og tóku svo við A-landsliðinu fyrir tæpu ári sem óhætt er að segja að hafi verið stormasamt. vísir/Jónína Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. „Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
„Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira