Umdeildur Íslandsþáttur Top Gear endaði á æsilegum kappakstri að barmi Rauðuskálar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2021 20:06 Farið er um víðan völl í sérstökum Íslandsþætti Top Gear sem sýndur var um helgina. BBC/Skjáskot Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar. Bílaþátturinn Top Gear er enn einn vinsælasti þátturinn sem sýndur er á bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Þar takast þáttastjórnendur á við ýmis bílatengd verkefni, og yfirleitt er keppt í einhvers konar kappakstri. Íslandsþátturinn nú er þar engin undantekning. Tökur þáttanna hér á landi í sumar reyndust umdeildar enda kom á daginn að boðað hafði verið til sandspyrnukeppni í tengslum við þáttinn við Hjörleifshöfða. Í þættinum má sjá að útbúin var sandspyrnubraut í sandinum og alls konar bílar og tæki höfðu verið boðuð til að keppa. Umhverfisstofnun kallaði til lögreglu Kvartað var til Umhverfisstofnunar vegna málsins, og þá vegna utanvegaaksturs í sandinum við Hjörleifshöfða. True North, sem kom að verkefninu á vegum Top Gear hélt því reyndar fram að ekki hafi verið um eiginlegan utanvegaakstur að ræða, þar sem allt hafi verið gert í góðri samvinnu við landeigendur. Sandspyrnubrautin í sandinum.Skjáskot/BBC Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði þó í tengslum við málið að ekki væri nóg að fá leyfi landeigenda til að aka utan vega, til þess þyrfti alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Skýrt væri í lögum að utanvegaakstur væri bannaður alls staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun var ekki sótt um leyfi til utanvegaaksturs til stofnunarinnar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Starfsmenn Umhverfisstofnunar komu á vettvang á meðan tökur stóðu og kölluðu til lögregluna á Suðurlandi. Eftir tökur reyndi True North að að endurheimta upprunalega ásýnd svæðisins, meðal annars með vegheflum og fjórhjólum með keðjumottu. Óneitanlega góð landkynning Þátturinn er nær allur helgaður Íslandi en þar má sjá tvo af stjórnendum þáttarins mæta til Íslands, Paddy McGuinnes og Chris Harris. Sá þriðji, Freddie Flintoff, átti einnig að koma en í þættinum kemur fram að hann hafi verið settur í sóttkví daginn fyrir brottför til Íslands og hafi því þurft að sætta sig við að sitja heima. Fjöldinn allur af bílum var mættur viið Hjörleifshöfða.Skjáskot/BBC Markmið þáttarins er skýrt en þáttastjórnendur fengu það verkefni að prófa klassíska breska bíla í erfiðum aðstæðum. Í byrjun þáttarins taka þáttastjórnendur fram að í júlí hafi ekki margir staðir komið til greina til að standa að svo viðamiklu kvikmyndatökuverkefni sökum kórónuveirufaraldursins. Staðan á Íslandi var hins vegar góð á þessum tíma og því var ákveðið að koma hingað til lands. Icelandic sand. Not ideal terrain for drag racing - especially when you're in British cars that weren't built for off-roading.Find out whether @harrismonkey in the Vauxhall Chevette or @PaddyMcGuinness in the Rolls-Royce Silver Shadow made it to the podium on @BBCiPlayer now. pic.twitter.com/w5GhNx2hIv— Top Gear (@BBC_TopGear) December 1, 2021 Óumdeilt er að þátturinn mun reynast ágæt landkynning enda mikið gert úr víðum og glæsilegu skotum frá Suðurlandi þar sem þátturinn er að öllu leyti tekinn upp. Auk þess tala þáttastjórnendurnir tvær afar fallega um Ísland allan þáttinn. Ældi nærri því þegar hinn gæddi sér á hrútspungum Þátturinn hefst á því að Harris og McGuinnes eru á gangi á ónefndum stað á Suðurlandi þar sem þrír gámar bíðar þeirra. Þar leynast bílarnir sem þeir völdu sér en McGuinnes ferðaðist um landið á breyttum Rolls Royce Silver Shadow, Harris valdi sér Vauxhal Chevette í rallýbúningi. Þriðji gámurinn geymdi svo Range Roverinn hans Flintoffs. Þrír gámar biðu Nick Harris og Paddy McGuinnes.Skjáskot/BBC Fyrsta verkefnið var að keyra í átt að Hjörleifshöfða en heyra má þáttastjórnendur fara afar fögrum orðum um Ísland á leiðinni þangað. Þegar þangað er komið má glögglega sjá þau ummerki sem urðu vegna sandspyrnukeppninnar en búið var að útbúa stærðarinnar sandspyrnubraut í sandinum. Þar keppa Harris og McGuinnes í sandspyrnu en The Stig, sérlegur kappaksturkappi þáttanna, tók að sér að keyra bílinn sem Flintoff ætlaði sér að vera á. Been a bit busy, but this week on @BBC_TopGear we go to Iceland. And @PaddyMcGuinness doesn’t help me as I gnaw on a sheep’s head. pic.twitter.com/INXhIObJcC— chris harris (@harrismonkey) November 27, 2021 Eftir sandspyrnukeppnina var haldið af stað í séríslenskar aflraunir áður en haldið var á næturstað undir rótum Heklu. Þar fengu þeir félagar að sjálfsögðu að smakka hefðbundin íslenskan mat, svið, hrútspunga og því um líkt. Sjá má að Harris er ekki smeykur við að smakka matinn á meðan McGuinnes er með æluna í kokinu. Paddy McGuinnes var ekki hrifinn af íslenska matnum.BBC/Top Gear „Ég ætla að prófa smá pung á brauði,“ segir Harris þegar hann gæðir sér á hrútspunginum. „Nei, þú ætlar ekki að gera það,“ svarar McGuinnes hneykslaður. „Af hverju ekki? svarar Harris sem gæðir sér svo á brauðinu „Frekar mikið saltbragð,“ segir Harris þá og sjá má McGuinnes vera stutt frá því að æla. Keyra heldur greitt um vegslóða undir Heklurótum Að loknum nætursvefni var aðalverkefni þáttarins framundan. Kappakstur frá skálanum þar sem gist var undir Heklurótum upp að barmi Rauðuskálar. The Stig er keppinautur þeirra tveggja en hann fékk að vísu örlítið hentugri bíl en þeir félagar. Breyttan Ford F-150 jeppa. Harris og McGuinnes fá þó töluvert forskot á The Stig. The Stig fékk öllu kraftmeiri bíl en Harris og McGuinnes, en hann þurfti þó að gefa þeim hálftíma forskot.Skjáskot/BBC Sjá má að kapparnir þrír keyra heldur óvarlega í kappakstrinum, þar sem hraðinn virðist vera fyrir öllu hjá þeim. Halda þeir þig só nær að öllu leyti á slóðanum sem þeir óku eftir. Ljós er að þeir félagar eru yfir sig hrifnir af Íslandi enda spara þeir ekki stóru orðin í lýsingum á landslaginu. „Hvert sem þú lítur er hægt að sjá ummerki um að eitthvað ægilegt náttúruafl hafi annað hvort rústað öllu, flatt það niður eða sprengt það upp. Þetta er svo villt,“ segir Harris. „Ég var ekki viss að óbyggðirnar væru eitthvað fyrir mig en ég verð að segja að ég er að elska þetta,“ svarar McGuinnes. Æsilegur hápunktur að barmi Rauðuskálar Hápunktur þáttarins er svo þegar The Stig nær þeim félögum rétt áður en komið er upp Rauðuskál. Hefst þá mikill æsingur þar sem allt er gefið í sölurnar til þess að komast á endastöð á undan The Stig. Þeir félagar keyrðu heldur óvarlega.Skjáskot/BBC Fylgja þeir félagar slóða sem liggur upp Rauðuskál og endar þátturinn þar. „Við vorum í kappakstri upp eldfjall,“ lýsir Harris yfir sigri hrósandi. Því næst virða Harris og McGuinnes fyrir sér útsýnið af toppi Rauðuskálar. Augljóst er að þeim þykir mikið til koma. „Þetta er ótrúlegt,“ segir McGuinnes. Ekki amalegt útsýni en ólíklegt verður að teljast að slóðinn sem liggur að Rauðuskál nái jafn langt og bílarnir eru staðsettir.BBC/Skjáskot Oft hefur verið kvartað yfir utanvegaakstri við Rauðuskál en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun liggur slóði að gígnum. Erfitt er þó að segja til um hvar hann endar nákvæmlega. Ferðamennska á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Umhverfismál Íslandsvinir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28. júlí 2021 21:16 Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Bílaþátturinn Top Gear er enn einn vinsælasti þátturinn sem sýndur er á bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Þar takast þáttastjórnendur á við ýmis bílatengd verkefni, og yfirleitt er keppt í einhvers konar kappakstri. Íslandsþátturinn nú er þar engin undantekning. Tökur þáttanna hér á landi í sumar reyndust umdeildar enda kom á daginn að boðað hafði verið til sandspyrnukeppni í tengslum við þáttinn við Hjörleifshöfða. Í þættinum má sjá að útbúin var sandspyrnubraut í sandinum og alls konar bílar og tæki höfðu verið boðuð til að keppa. Umhverfisstofnun kallaði til lögreglu Kvartað var til Umhverfisstofnunar vegna málsins, og þá vegna utanvegaaksturs í sandinum við Hjörleifshöfða. True North, sem kom að verkefninu á vegum Top Gear hélt því reyndar fram að ekki hafi verið um eiginlegan utanvegaakstur að ræða, þar sem allt hafi verið gert í góðri samvinnu við landeigendur. Sandspyrnubrautin í sandinum.Skjáskot/BBC Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sagði þó í tengslum við málið að ekki væri nóg að fá leyfi landeigenda til að aka utan vega, til þess þyrfti alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Skýrt væri í lögum að utanvegaakstur væri bannaður alls staðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun var ekki sótt um leyfi til utanvegaaksturs til stofnunarinnar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Starfsmenn Umhverfisstofnunar komu á vettvang á meðan tökur stóðu og kölluðu til lögregluna á Suðurlandi. Eftir tökur reyndi True North að að endurheimta upprunalega ásýnd svæðisins, meðal annars með vegheflum og fjórhjólum með keðjumottu. Óneitanlega góð landkynning Þátturinn er nær allur helgaður Íslandi en þar má sjá tvo af stjórnendum þáttarins mæta til Íslands, Paddy McGuinnes og Chris Harris. Sá þriðji, Freddie Flintoff, átti einnig að koma en í þættinum kemur fram að hann hafi verið settur í sóttkví daginn fyrir brottför til Íslands og hafi því þurft að sætta sig við að sitja heima. Fjöldinn allur af bílum var mættur viið Hjörleifshöfða.Skjáskot/BBC Markmið þáttarins er skýrt en þáttastjórnendur fengu það verkefni að prófa klassíska breska bíla í erfiðum aðstæðum. Í byrjun þáttarins taka þáttastjórnendur fram að í júlí hafi ekki margir staðir komið til greina til að standa að svo viðamiklu kvikmyndatökuverkefni sökum kórónuveirufaraldursins. Staðan á Íslandi var hins vegar góð á þessum tíma og því var ákveðið að koma hingað til lands. Icelandic sand. Not ideal terrain for drag racing - especially when you're in British cars that weren't built for off-roading.Find out whether @harrismonkey in the Vauxhall Chevette or @PaddyMcGuinness in the Rolls-Royce Silver Shadow made it to the podium on @BBCiPlayer now. pic.twitter.com/w5GhNx2hIv— Top Gear (@BBC_TopGear) December 1, 2021 Óumdeilt er að þátturinn mun reynast ágæt landkynning enda mikið gert úr víðum og glæsilegu skotum frá Suðurlandi þar sem þátturinn er að öllu leyti tekinn upp. Auk þess tala þáttastjórnendurnir tvær afar fallega um Ísland allan þáttinn. Ældi nærri því þegar hinn gæddi sér á hrútspungum Þátturinn hefst á því að Harris og McGuinnes eru á gangi á ónefndum stað á Suðurlandi þar sem þrír gámar bíðar þeirra. Þar leynast bílarnir sem þeir völdu sér en McGuinnes ferðaðist um landið á breyttum Rolls Royce Silver Shadow, Harris valdi sér Vauxhal Chevette í rallýbúningi. Þriðji gámurinn geymdi svo Range Roverinn hans Flintoffs. Þrír gámar biðu Nick Harris og Paddy McGuinnes.Skjáskot/BBC Fyrsta verkefnið var að keyra í átt að Hjörleifshöfða en heyra má þáttastjórnendur fara afar fögrum orðum um Ísland á leiðinni þangað. Þegar þangað er komið má glögglega sjá þau ummerki sem urðu vegna sandspyrnukeppninnar en búið var að útbúa stærðarinnar sandspyrnubraut í sandinum. Þar keppa Harris og McGuinnes í sandspyrnu en The Stig, sérlegur kappaksturkappi þáttanna, tók að sér að keyra bílinn sem Flintoff ætlaði sér að vera á. Been a bit busy, but this week on @BBC_TopGear we go to Iceland. And @PaddyMcGuinness doesn’t help me as I gnaw on a sheep’s head. pic.twitter.com/INXhIObJcC— chris harris (@harrismonkey) November 27, 2021 Eftir sandspyrnukeppnina var haldið af stað í séríslenskar aflraunir áður en haldið var á næturstað undir rótum Heklu. Þar fengu þeir félagar að sjálfsögðu að smakka hefðbundin íslenskan mat, svið, hrútspunga og því um líkt. Sjá má að Harris er ekki smeykur við að smakka matinn á meðan McGuinnes er með æluna í kokinu. Paddy McGuinnes var ekki hrifinn af íslenska matnum.BBC/Top Gear „Ég ætla að prófa smá pung á brauði,“ segir Harris þegar hann gæðir sér á hrútspunginum. „Nei, þú ætlar ekki að gera það,“ svarar McGuinnes hneykslaður. „Af hverju ekki? svarar Harris sem gæðir sér svo á brauðinu „Frekar mikið saltbragð,“ segir Harris þá og sjá má McGuinnes vera stutt frá því að æla. Keyra heldur greitt um vegslóða undir Heklurótum Að loknum nætursvefni var aðalverkefni þáttarins framundan. Kappakstur frá skálanum þar sem gist var undir Heklurótum upp að barmi Rauðuskálar. The Stig er keppinautur þeirra tveggja en hann fékk að vísu örlítið hentugri bíl en þeir félagar. Breyttan Ford F-150 jeppa. Harris og McGuinnes fá þó töluvert forskot á The Stig. The Stig fékk öllu kraftmeiri bíl en Harris og McGuinnes, en hann þurfti þó að gefa þeim hálftíma forskot.Skjáskot/BBC Sjá má að kapparnir þrír keyra heldur óvarlega í kappakstrinum, þar sem hraðinn virðist vera fyrir öllu hjá þeim. Halda þeir þig só nær að öllu leyti á slóðanum sem þeir óku eftir. Ljós er að þeir félagar eru yfir sig hrifnir af Íslandi enda spara þeir ekki stóru orðin í lýsingum á landslaginu. „Hvert sem þú lítur er hægt að sjá ummerki um að eitthvað ægilegt náttúruafl hafi annað hvort rústað öllu, flatt það niður eða sprengt það upp. Þetta er svo villt,“ segir Harris. „Ég var ekki viss að óbyggðirnar væru eitthvað fyrir mig en ég verð að segja að ég er að elska þetta,“ svarar McGuinnes. Æsilegur hápunktur að barmi Rauðuskálar Hápunktur þáttarins er svo þegar The Stig nær þeim félögum rétt áður en komið er upp Rauðuskál. Hefst þá mikill æsingur þar sem allt er gefið í sölurnar til þess að komast á endastöð á undan The Stig. Þeir félagar keyrðu heldur óvarlega.Skjáskot/BBC Fylgja þeir félagar slóða sem liggur upp Rauðuskál og endar þátturinn þar. „Við vorum í kappakstri upp eldfjall,“ lýsir Harris yfir sigri hrósandi. Því næst virða Harris og McGuinnes fyrir sér útsýnið af toppi Rauðuskálar. Augljóst er að þeim þykir mikið til koma. „Þetta er ótrúlegt,“ segir McGuinnes. Ekki amalegt útsýni en ólíklegt verður að teljast að slóðinn sem liggur að Rauðuskál nái jafn langt og bílarnir eru staðsettir.BBC/Skjáskot Oft hefur verið kvartað yfir utanvegaakstri við Rauðuskál en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun liggur slóði að gígnum. Erfitt er þó að segja til um hvar hann endar nákvæmlega.
Ferðamennska á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Umhverfismál Íslandsvinir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28. júlí 2021 21:16 Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28. júlí 2021 21:16
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent