Bataferli fjölmargra skjólstæðinga Hugarafls er í húfi Sævar Þór Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Félagsmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun