Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón eiga dreng saman og eru bestu vinir. Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning