„Færð ekki langan tíma í sviðsljósinu og átt að nýta hverja einustu sekúndu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 09:01 Markús Pálsson fagnar vel heppnuðu stökki. stefán þór friðriksson Óhætt er að segja að Markús Pálsson hafi leikið á als oddi á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í hópfimleikum. Markús og félagar hans í blönduðu liði unglinga urðu þá í 3. sæti í undanúrslitum. Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Sjá meira
Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Sjá meira